Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1 Kolbeinn Tumi Daðason á Fylkisvelli skrifar 15. maí 2012 13:43 Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik dró til tíðinda um miðjan síðaðri hálfleikinn. Þá varði Árni Snær skot Tómasar Þorsteinssonar en hélt ekki boltanum. Árni Freyr Guðnason náði til hans á undan Aroni Ými og féll til jarðar að því er virtist frekar auðveldlega. Vítaspyrna samt sem áður dæmd. Ingimundur Níels, sem skoraði úr víti í 2. umferð gegn Stjörnunni, fór á punktinn. Aftur skaut hann í hægra hornið en Árni Snær varði spyrnuna glæsilega. Vonbrigði fyrir heimamenn sem höfðu verið sprækari ef eitthvað var fram að þessu. Skagamenn hresstust lítillega eftir þetta þótt þeir hafi ekki skapað sér teljandi færi frekar en heimamenn. Á 77. mínútu átti varamaðurinn Andri Adolphsson skot að marki sem hrökk af varnarmanni til annars varamanns, Ólafs Vals Valdimarssonar. Ólafur Valur gerði sér lítið fyrir og skallaði boltann í fallegum boga yfir Bjarna Þórð í markinu. Frábært mark sem skilaði öllum stigunum í hús. Fylkismenn voru aldrei líklegir til að jafna frekar en gestirnir að bæta við mörkum. Niðurstaðan sigur Skagamanna í leik sem að öllu eðlilegu hefði átt að lykta með jafntefli miðað við gang hans. Þórður Þórðarson: Þeir voru meira í því að skjóta boltanum útafÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var hæstánægður með stigin þrjú. Hann samþykkti þó fullyrðingu blaðamanns að Skagamenn hefðu ekki boðið upp á fallegan fótbolta í kvöld. „Ekki frekar Fylkir. Þeir voru meira í því að skjóta boltanum útaf vellinum en halda honum inni á vellinum. Við spiluðum mjög þéttan varnarleik og þeir fengu bara þetta eina víti," sagði Þórður sem var ekki sáttur við sóknarleik sinna manna. „Það er þó pínulítið áhyggjuefni að við náum ekki upp góðu spili en meðan við vinnum tökum við því," sagði Þórður og tók undir með blaðamanni að það væri mjög jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila illa. Páll Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna, fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Þórður sagði Pál Gísla hafa meiðst í leiknum gegn Stjörnunni. „Palli var lítillega meiddur eftir síðasta leik og við héldum að það væri í lagi en svo reyndist ekki vera," sagði Þórður sem var mjög ánægður með innkomu varamannanna þriggja Árna Snæs, Ólafs Vals og Andra Adolpsonar í síðari hálfleiknum. Ásmundur Arnarson: Þórður hlýtur að hafa verið að tala um sitt eigið lið„Við grátum niðurstöðuna hér í dag. Mér fannst við spila vel og eiga allt annað skilið en tap," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis sem var ánægður með sína menn í kvöld. Fylkismenn voru aldrei líklegir til að skora eftir að Ingimundur Níels lét verja frá sér vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn. „Vítaspyrnuvarslan var smá köld vatnsgusa framan í okkur en mér fannst við samt vera með leikinn án þess að skapa okkur nógu hættuleg færi til að klára hann," sagði Ásmundur sem sá leikinn allt öðru ljósi en kollegi hans hjá Skagaliðinu, Þórður Þórðarson. „Ég get ekki verið sammála því og hann hlýtur að hafa verið að tala um sitt lið í þessu tilfelli. Við vorum að halda boltanum en þeir þéttir að sparka langt fram. Þannig sá ég það þótt það skipti engu máli," sagði Ásmundur um fullyrðingu Þórðar um að Fylkismenn hefðu verið mest í því að skjóta boltanum út af vellinum. Ásmundur sagðist ánægður með spilamennsku liðsins í fyrstu þremur leikjunum og svekkjandi að hafa ekki meira en tvö stig upp úr krafsinu. „Það er nákvæmlega málið og í þannig stöðu verður maður að halda áfram. Hlutirnir fara að þetta með okkur. Ég er alveg klár á því." Árni Snær: Sá hann skjóta þarna gegn Stjörnunni og tók sénsinnÁrni Snær Ólafsson var hetja Skagamanna á Árbæjarvelli í kvöld. Árni Snær kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik en vendipunktur leiksins var skömmu síðar þegar hann varði vítaspyrnu Ingimundar Níels Óskarssonar. „Eftir að ég varði vítið þá fór skrekkurinn úr mér," sagði Árni sem leið vel inni á vellinum að hans sögn. „Ég sá hann skjóta í þetta horn gegn Stjörnunni þannig að ég tók sénsins," sagði Árni um vítaspyrnuna. Hann sagðist þó hafa hugsað sem minnst. Bara einbeitt sér að því að verja. Óvíst er hve lengi Páll Gísli verður frá vegna meiðsla sinna og Árni Snær segist ekki gera kröfu um byrjunarliðssæti þrátt fyrir fantainnkomu. „Nei, ekki strax. Maður vonast auðvitað eftir því að spila en Páll Gísli er flottur svo maður er ekkert að stressa sig á því," sagði Árni. Um viðbrögð liðsfélaga sinna inni í klefa eftir leik sagði Árni: „Þeir sögðu mér bara hvað ég væri flottur. Það var það eina sem þeir sögðu," sagði markvörðurinn tvítugi. Ásgeir Börkur: Ég hef ekki klikkað víti á æfingu í mörg ár„Þetta var hundfúlt og ég er brjálaður. Við vorum betra liðið í 90 mínútur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði miðjumaður Fylkir Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Þrátt fyrir lítil tilþrif í leiknum á báða bóga var Ásgeir Börkur ánægður með vinnsluna á sínu liði. „Við vorum yfir í baráttu og spili úti um allan völl. Því miður fór vítið forgörðum. Þeir fá eitt hálffæri, þennan skalla sem átti að fara út að hornfána en endaði í Sammaranum. Þetta er ömurlegt," sagði Ásgeir Börkur. Í ljósi þess að Ingimundur Níels klikkaði á vítaspyrnunni í dag vaknar sú spurning hver taki næsta víti sem liðið fær. „Ég hef ekki klikkað víti á æfingu í mörg ár þannig að ég býð mig fram ef þess þarf," sagði Ásgeir Börkur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik dró til tíðinda um miðjan síðaðri hálfleikinn. Þá varði Árni Snær skot Tómasar Þorsteinssonar en hélt ekki boltanum. Árni Freyr Guðnason náði til hans á undan Aroni Ými og féll til jarðar að því er virtist frekar auðveldlega. Vítaspyrna samt sem áður dæmd. Ingimundur Níels, sem skoraði úr víti í 2. umferð gegn Stjörnunni, fór á punktinn. Aftur skaut hann í hægra hornið en Árni Snær varði spyrnuna glæsilega. Vonbrigði fyrir heimamenn sem höfðu verið sprækari ef eitthvað var fram að þessu. Skagamenn hresstust lítillega eftir þetta þótt þeir hafi ekki skapað sér teljandi færi frekar en heimamenn. Á 77. mínútu átti varamaðurinn Andri Adolphsson skot að marki sem hrökk af varnarmanni til annars varamanns, Ólafs Vals Valdimarssonar. Ólafur Valur gerði sér lítið fyrir og skallaði boltann í fallegum boga yfir Bjarna Þórð í markinu. Frábært mark sem skilaði öllum stigunum í hús. Fylkismenn voru aldrei líklegir til að jafna frekar en gestirnir að bæta við mörkum. Niðurstaðan sigur Skagamanna í leik sem að öllu eðlilegu hefði átt að lykta með jafntefli miðað við gang hans. Þórður Þórðarson: Þeir voru meira í því að skjóta boltanum útafÞórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var hæstánægður með stigin þrjú. Hann samþykkti þó fullyrðingu blaðamanns að Skagamenn hefðu ekki boðið upp á fallegan fótbolta í kvöld. „Ekki frekar Fylkir. Þeir voru meira í því að skjóta boltanum útaf vellinum en halda honum inni á vellinum. Við spiluðum mjög þéttan varnarleik og þeir fengu bara þetta eina víti," sagði Þórður sem var ekki sáttur við sóknarleik sinna manna. „Það er þó pínulítið áhyggjuefni að við náum ekki upp góðu spili en meðan við vinnum tökum við því," sagði Þórður og tók undir með blaðamanni að það væri mjög jákvætt að vinna þrátt fyrir að spila illa. Páll Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna, fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Þórður sagði Pál Gísla hafa meiðst í leiknum gegn Stjörnunni. „Palli var lítillega meiddur eftir síðasta leik og við héldum að það væri í lagi en svo reyndist ekki vera," sagði Þórður sem var mjög ánægður með innkomu varamannanna þriggja Árna Snæs, Ólafs Vals og Andra Adolpsonar í síðari hálfleiknum. Ásmundur Arnarson: Þórður hlýtur að hafa verið að tala um sitt eigið lið„Við grátum niðurstöðuna hér í dag. Mér fannst við spila vel og eiga allt annað skilið en tap," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis sem var ánægður með sína menn í kvöld. Fylkismenn voru aldrei líklegir til að skora eftir að Ingimundur Níels lét verja frá sér vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn. „Vítaspyrnuvarslan var smá köld vatnsgusa framan í okkur en mér fannst við samt vera með leikinn án þess að skapa okkur nógu hættuleg færi til að klára hann," sagði Ásmundur sem sá leikinn allt öðru ljósi en kollegi hans hjá Skagaliðinu, Þórður Þórðarson. „Ég get ekki verið sammála því og hann hlýtur að hafa verið að tala um sitt lið í þessu tilfelli. Við vorum að halda boltanum en þeir þéttir að sparka langt fram. Þannig sá ég það þótt það skipti engu máli," sagði Ásmundur um fullyrðingu Þórðar um að Fylkismenn hefðu verið mest í því að skjóta boltanum út af vellinum. Ásmundur sagðist ánægður með spilamennsku liðsins í fyrstu þremur leikjunum og svekkjandi að hafa ekki meira en tvö stig upp úr krafsinu. „Það er nákvæmlega málið og í þannig stöðu verður maður að halda áfram. Hlutirnir fara að þetta með okkur. Ég er alveg klár á því." Árni Snær: Sá hann skjóta þarna gegn Stjörnunni og tók sénsinnÁrni Snær Ólafsson var hetja Skagamanna á Árbæjarvelli í kvöld. Árni Snær kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik en vendipunktur leiksins var skömmu síðar þegar hann varði vítaspyrnu Ingimundar Níels Óskarssonar. „Eftir að ég varði vítið þá fór skrekkurinn úr mér," sagði Árni sem leið vel inni á vellinum að hans sögn. „Ég sá hann skjóta í þetta horn gegn Stjörnunni þannig að ég tók sénsins," sagði Árni um vítaspyrnuna. Hann sagðist þó hafa hugsað sem minnst. Bara einbeitt sér að því að verja. Óvíst er hve lengi Páll Gísli verður frá vegna meiðsla sinna og Árni Snær segist ekki gera kröfu um byrjunarliðssæti þrátt fyrir fantainnkomu. „Nei, ekki strax. Maður vonast auðvitað eftir því að spila en Páll Gísli er flottur svo maður er ekkert að stressa sig á því," sagði Árni. Um viðbrögð liðsfélaga sinna inni í klefa eftir leik sagði Árni: „Þeir sögðu mér bara hvað ég væri flottur. Það var það eina sem þeir sögðu," sagði markvörðurinn tvítugi. Ásgeir Börkur: Ég hef ekki klikkað víti á æfingu í mörg ár„Þetta var hundfúlt og ég er brjálaður. Við vorum betra liðið í 90 mínútur og svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði miðjumaður Fylkir Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Þrátt fyrir lítil tilþrif í leiknum á báða bóga var Ásgeir Börkur ánægður með vinnsluna á sínu liði. „Við vorum yfir í baráttu og spili úti um allan völl. Því miður fór vítið forgörðum. Þeir fá eitt hálffæri, þennan skalla sem átti að fara út að hornfána en endaði í Sammaranum. Þetta er ömurlegt," sagði Ásgeir Börkur. Í ljósi þess að Ingimundur Níels klikkaði á vítaspyrnunni í dag vaknar sú spurning hver taki næsta víti sem liðið fær. „Ég hef ekki klikkað víti á æfingu í mörg ár þannig að ég býð mig fram ef þess þarf," sagði Ásgeir Börkur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira