Styðja búsetu óháð formi 15. maí 2012 06:30 horft úr hallgrímskirkju Tillögurnar gera ráð fyrir samtímagreiðslu húsnæðisbóta óháð því hvort um leigu eða eign er að ræða. Kostnaðarauki miðað við núverandi kerfi er á bilnu 4 til 9 milljarðar króna, eftir úfærslum.fréttablaðið/vilhelm Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna. Fréttir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna.
Fréttir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira