Rassskellingar á að afnema með öllu 15. júní 2012 10:00 Þorlákur Helgason Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh
Fréttir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira