Gamaldags, einskisnýt skotgrafapólitík! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sem almennum borgara og kjósanda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undanförnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokkur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð" er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú einkennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöðugur ófriður og slegist er um þau „gæði" sem þar eru í boði. Sandurinn flýgur í allar áttir og sandkassinn tæmist óðum. Það er slegist með „skóflunum" í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvarleg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem samanstendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efnahagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vandamálin séu þess eðlis að allar átakalínur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega einstaklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnarinnar" séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýringar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýringar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun" Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning". Og miðað við þá pólitísku menningu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegndarlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lítils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástunduð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heildarinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota komandi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar