Lífið

Hanks á Broadway

Svo gæti farið að Tom Hanks stígi í fyrsta sinn á svið á Broadway.
Svo gæti farið að Tom Hanks stígi í fyrsta sinn á svið á Broadway. nordicphotos/getty
Leikarinn Tom Hanks gæti farið með hlutverk Mike McAlary í leikverkinu Lucky Guy sem setja á upp á Broadway. Gangi það eftir verður þetta í fyrsta sinn sem leikarinn stígur á svið síðan árið 1979. Talsmaður Hanks staðfesti fréttirnar við New York Times í gær.

Leikverkið segir frá Mike McAlary, blaðamanni sem hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um lögregluofbeldi á níunda áratugnum. Hanks á í viðræðum við framleiðendur verksins um þessar mundir og verði hann ráðinn er þetta hans fyrsta hlutverk á Broadway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.