Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. apríl 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun