Lífið

Gagnrýna Madonnu

Madonna segir börnin sín vera óvægin í gagnrýni sinni á tónlist hennar.
Madonna segir börnin sín vera óvægin í gagnrýni sinni á tónlist hennar. nordicphotos/getty
Madonna segir börnin sín fjögur vera óvægin í gagnrýni sinni á tónlist hennar. Söngkonan segir gagnrýnina stundum særa hana að innstu hjartarótum.

Madonna á börnin Lourdes, Rocco, Mercy og David og segir hún þau vera harða gagnrýnendur. „Þau eru óþægilega hreinskilin þegar þeim líkar tónlistin mín ekki. Þau eru algjörlega taktlaus í gagnrýni sinni. Þau segja einfaldlega: „Mamma, slökktu á þessu lagi." Það getur verið særandi en þau eru í það minnsta hreinskilin," sagði söngkonan um börnin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.