Lífið

Fetar í fótspor stórstjarna

Daníel Ólíver bætir nýju lagi í safnið, en áður hefur hann meðal annars gefið út lögin Dr. Love, Superficial og Takin it back
Daníel Ólíver bætir nýju lagi í safnið, en áður hefur hann meðal annars gefið út lögin Dr. Love, Superficial og Takin it back
Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð.

„Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misserum," segir söngvarinn Daníel Óliver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker.

Lagið var tekið upp í Telegram hljóðverinu þar sem stórstjörnurnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daníel sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sumars.

„Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upptökustjórunum Rob Curti og Erik Gold," segir Daníel, en þeir kappar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus.

Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður segjast verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli," segir hann sposkur.

Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með langtíma leigusamning á íbúð í miðbænum og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst," segir Daníel Óliver kátur í bragði.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.