Lífið

Laumuleg óhollusta

Hollar Hnetur þykja hollari með fitunni en án hennar.
Hollar Hnetur þykja hollari með fitunni en án hennar. nordicphotos/getty
Ekki er allur „hollur" matur jafn hollur og ætla mætti ef marka má nýja rannsókn á vegum U.S. Department of Agriculture's Economic Research Service. Þar kemur fram að mikið af matvælum sem fyrirtæki markaðsetja sem holl eru það alls ekki.

Meðal þess sem stofnunin telur til óhollustu eru orkustangir sem eru fullar af hitaeiningum og sykri og því alls ekki góðar þeim sem vilja grenna sig. Vítamínbætt vatn þykir einnig óhollt og jafnvel hættusamt þar sem sumir sem neyta vítamínbætts vatns eru einnig að taka vítamín í töfluformi og gætu því verið að neyta of mikið af ákveðnum vítamínum. Fitusnautt hnetusmjör er þriðja varan sem stofnunin flokkar sem óholla. Hnetuolía er talin hollasti hluti hnetunnar og telst því slæmt að ræna hnetunni þeirri hollu olíu.

U.S. Department of Agriculture's Economic Research Service mælir með því að neytendur fari ávalt eftir innihaldslýsingum matvæla í stað fitumagns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.