Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 12:40 Samantha Stosur var svekkt eftir tapið í morgun. Nordic Photos / Getty Images Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2. Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2.
Tennis Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira