Hin flöktandi stjarna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2012 17:00 Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. My Week with Marilyn. Leikstjórn: Simon Curtis. Leikarar: Michelle Williams, Kenneth Branagh, Eddie Redmayne, Judi Dench, Emma Watson, Dougray Scott, Dominic Cooper, Julia Ormond, Derek Jacobi. Hinn breski Colin Clark er rúmlega tvítugur kvikmyndaáhugamaður og af vellauðugu fólki kominn en langar að standa á eigin fótum. Hann freistar því gæfunnar, fer til Lundúna og fær vinnu við tökur kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl. Stórstjarnan Marilyn Monroe fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Sir Laurence Olivier, en hann leikstýrir myndinni einnig. Atburðir æxlast þannig að Clark verður trúnaðarvinur Marilyn og veldur vináttan nokkurri togstreitu á tökustað. Fyrri hluti My Week with Marilyn er léttur og skemmtilegur. Michelle Williams er ekkert sérlega lík Monroe en bætir upp fyrir það með sannfærandi eftirhermu, sem og almennt skotheldum leik. Ódámurinn KennethBranagh er stórkostlegur í hlutverki Oliviers, þrælfyndinn og glettilega líkur honum, bæði í útliti og fasi. Eddie Redmayne, sá sem fer með sjálft aðalhlutverkið, stendur sig nokkuð vel. Það er eitthvað við yfirstéttarlegt yfirbragð hans sem fer í skapið á mér og það segir mér að réttur maður fari með rulluna, því Colin Clark á jú að vera plebbi fram í fingurgóma. Myndin tekur síðan dramatíska u-beygju í síðari hlutanum og þá hefst flugeldasýningin. Tæknilegur frágangur er til fyrirmyndar og myndatakan glæsileg. Nokkrar persónur mættu að vísu fá meiri athygli eða hreinlega hverfa, en á heildina litið er myndin afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Niðurstaða: Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira