Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar 1. apríl 2012 17:12 Ástþór er ásamt eiginkonu sinni í Kína. „Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt," segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór segist alls ekki hafa fallið fyrri hrekknum því hann hafi sett þann fyrirvara í byrjun greinar sinnar að ef Páll tæki áskorun Smugunnar, eða eins og hann orðar það sjálfur: „Taki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli." „Þannig ég nýtti aprílgabbið til þess að koma sjónarmiðum mínum áleiðis," segir Ástþór sem býður sig nú fram til forseta í þriðja skiptið. Grein Ástþórs gengur út á meinta ólýðræðislega umfjöllun RÚV um forsetaframbjóðendur. Ástþór segir svo - án þess að hafa fallið fyrir gabbinu - að ef Páll færi í framboð þá gæti Ástþór nýtt krafta sína í að byggja upp fyrirmyndarumfjöllun um forsetaframbjóðendur og kosningarnar, þannig málefni frambjóðenda kæmust til skila. Það sem meira er, hann myndi draga framboð sitt til baka. „Annars skora ég á alla fréttastofu RÚV að fara í framboð, þetta er svo pólitískt fólk," bætir Ástþór við en Þóra Arnórsdóttir fréttakona hefur oft verið orðuð við framboð og hefur hún tekið sér frest til þess að íhuga stöðu sína í þetta embætti sem oft hefur verið litið á sem ópólitískt embætti, þó það hafi eitthvað breyst síðastliðin ár. Eins og fyrr segir, þá er Ástþór staddur í Kína ásamt konu sinni þar sem þau skoða brúðarkjóla fyrir fyrirtæki sem þau reka í Rússlandi. Von er á honum heim á næstu dögum.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1. apríl 2012 15:31