Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn 1. apríl 2012 13:00 Sigurður Ólafsson náði þessari mynd af selnum. Unnið verður að því að fanga dýrið eftir helgi. „Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira