Enski boltinn

Búið að handtaka mann vegna kynþáttaníðsins á Anfield

Steven Gerrard reynir að hugga Adeyemi.
Steven Gerrard reynir að hugga Adeyemi.
Lögreglan í Liverpool handtók í dag tvítugan mann vegna gruns um að hafa verið með kynþáttaníð í garð leikmanns Oldham á Anfield í gær.

Tom Adeyemi, leikmaður Oldham, trompaðist á vellinum er einhver, eða einhverjir, voru með kynþáttaníð í hans garð. Svo illa tók hann níðinu að hann fór að gráta út á velli.

Orðin sem stuðningsmaðurinn, eða mennirnir, eiga að hafa notað eru of gróf til þess að birta á síðu sem þessari.

Liverpool hefur tekið málið föstum tökum og aðstoðað lögregluna á allan hátt við að finna hina seku í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×