Enski boltinn

Markalaust í hörmulegum leik | Eggert spilaði með Wolves

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Leikur Birmingham og Wolves í dag var lítið fyrir augað svo vægt sé til orða tekið. Til að fullkomna leiðindin var svo ekki skorað eitt einasta mark í leiknum. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Wolves í leiknum en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið eftir að hann kom þangað frá Hearts í Skotlandi.

Um leikinn sjálfan er lítið að segja. Hann var hreint út sagt ömurlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×