Handbolti

Sigur á Slóvenum | Aftur stórleikur hjá Guðjóni Val

Guðjón Valur.
Guðjón Valur.
Ísland vann góðan sigur á Slóveníu, 29-26, þegar liðin mættust á æfingamóti í Danmörku. Staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Þetta var annar leikur Íslands á mótinu en strákarnir gerðu jafntefli við Pólland í gær. Lokaleikur strákanna er gegn Dönum á morgun.

Íslenska liðið hafði frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og sigurinn ekki í mikilli hætta. Þessi lið mætast svo aftur á EM í Serbíu þar sem þau eru saman í riðli.

Guðjón Valur var atkvæðamestur í dag rétt eins og í gær er hann skoraði 13 mörk. Guðjón augljóslega í frábæru formi.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Þórir Ólafsson 8, Arnór Atlason 3, Róbert Gunnarsson 3, Alexander Petersson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 og Ingimundur Ingimundarson 1.

Í markinu varði Björgvin Páll Gústavsson 11 og Hreiðar Levý Guðmundsson 1. Björgvin spilaði í 55 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×