Handbolti

Gæti reynst okkur vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson stýrir Íslandi gegn Slóveníu í dag, verðandi andstæðingum Íslands á EM í Serbíu.
Guðmundur Guðmundsson stýrir Íslandi gegn Slóveníu í dag, verðandi andstæðingum Íslands á EM í Serbíu. Mynd/Stefán
Ísland mætir í dag Slóveníu á æfingamótinu í Danmörku en þessi lið eru reyndar einnig saman í riðli á EM í Serbíu sem hefst eftir rúma viku.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, segir það ekki endilega vera slæmt. „Þessi mót eru skipulögð áður en dregið er í riðla og því er einfaldlega ekki hægt að forðast svona lagað," segir hann. „Ég tel það þess utan ekki vera slæmt að mæta þeim nú – það gæti þess vegna reynst okkur vel."

Hann segir að þjálfarateymið muni fylgjast vel með öllum leikjum Slóvena á mótinu. „Við höfum líka verið að viða að okkur efni með Noregi og Króatíu [sem eru einnig með Íslandi í riðli] til þess að greina leik þeirra."

Ísland mætir Slóveníu í lokaumferð riðlakeppninnar 20. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×