Kirkja og klúbbur Eggert Eggertsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun