Handbolti

Íslenska handboltalandsliðið byrjar á móti Rússum á HM á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson verður væntanlega í stóru hlutverki á Spáni.
Aron Pálmarsson verður væntanlega í stóru hlutverki á Spáni. Mynd/Valli
Alþjóðahandboltasambandið hefur gefið út leikjadagskrá fyrir Heimsmeistarakeppnina á Spáni sem fer fram í janúar næstkomandi en íslenska landsliðið verður þar í aðalhlutverki og öll keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslenska landsliðið spilar heimaleiki sína í Sevilla á suður Spáni og er í riðli með Danmörku, Rússlandi, Makedóníu, Katar og Síle. Hinir riðlarnir í keppninni fara fram í Madrid, Zaragoza og Granollers.

Íslenska landsliðið leikur fyrsta leik sinn á móti á móti Rússlandi 12. janúar en daginn eftir mætir liðið Síle. Danir mæta einmitt Katar í sínum fyrsta leik.

Ísland fær frídag 14. janúar en mætir Makedóníu 15.janúar og svo Dönum daginn eftir. Lokaleikur íslenska liðsins er síðan á móti Katar 18. september. Danir spila við Síle á undan leiknum við Ísland og mæta síðan Makedóníu á lokaleikdeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×