Akranesviti orðinn klár menningarviti 15. ágúst 2012 07:00 Hilmar Sighvatsson Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira