Slysatrygging við heimilisstörf – góð trygging verður betri Ingólfur Kristinn Magnússon skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Slysatrygging við heimilisstörf skv. 30. gr. almannatryggingalaga nr. 100/2007 er ein af bestu slysatryggingum sem einstaklingum stendur til boða. Hún kostaði litlar 450 kr. fyrir einstakling á síðasta ári fyrir tryggingatímabilið 1. ágúst 2012 til 31. júlí 2013. Óhætt er að fullyrða að vart finnst ódýrari trygging með jafn víðtækri tryggingavernd. Þrátt fyrir lágt verð og góða vernd þá hafa iðgjöld tryggingarinnar staðið undir útgjöldum skv. ársreikningum Tryggingastofnunar ríkisins og nú, frá árinu 2008, skv. ársreikningum Sjúkratrygginga Íslands. Ákvörðun um tryggingatökuna er með einfaldasta móti. Einstaklingur þarf einungis að haka í þar til gerðan reit á forsíðu skattframtalsins eða sleppa því og er því annað hvort tryggður eða ekki. Tryggingin veitir víðtæka vernd og í henni er innifalin endurgreiðsla á útlögðum kostnaði, dagpeningar og eftir atvikum eingreiddar örorkubætur vegna bótaskylds slyss við heimilisstörf, sbr. ákvæði IV. kafla almannatryggingalaga. Þessi einfalda trygging kom fyrst 1971 þegar Alþingi ákvað að tryggja heimavinnandi einstaklinga með sama móti og launþega. Tryggingin veitti lengi vel mjög víðtæka vernd sem var því miður takmörkuð að nokkru leyti með reglugerð á árinu 2005, nr. 280/2005. Reglugerðin þrengdi talsvert þágildandi reglur frá árinu 1995, nr. 527/1995. Umboðsmaður Alþingis gerði nýverið athugasemd við reglugerðina í áliti sínu frá 15. mars 2012, nr. 6539/2011, og beindi þeim tilmælum til velferðarráðherra að endurskoða reglugerðina. Ráðherra hófst strax handa, í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands, við að semja nýja reglugerð sem tæki mið af þeim athugasemdum sem komu fram í álitinu. Innan fjögurra mánaða, eða 12. júlí sl., hafði ráðherra sett nýja reglugerð um slysatryggingu við heimilisstörf sem tók gildi 1. ágúst. Í reglugerðinni voru breytingarnar frá 2005 að mestu fjarlægðar og í megindráttum horfið aftur til sömu reglna og giltu á árunum 1995-2005. Tvær meginbreytingar voru gerðar á gildandi reglugerð í nýju reglugerðinni frá 12. júlí sl.Öll viðhaldsverkefni og viðgerðir eru nú innan gildissviðs tryggingarinnar en verndin er ekki lengur takmörkuð við mjög einföld og almenn viðhaldsverkefni.Verkefni eins og að svara í síma og sækja póst eru ekki lengur útilokuð með öllu og geta því talist til heimilisstarfa. Fyrri breytingin er veruleg réttarbót. Samkvæmt reglugerð nr. 280/2005 má vart stíga upp í stiga eða nota nokkur rafmagnstæki í viðhaldsverkefnum og viðgerðum svo tryggingaverndin verði óvirk. Þessar ítarlegu takmarkanir vegna viðhaldsverkefna voru fjarlægðar 1. ágúst með nýju reglugerðinni. Síðari breytingin er ekki eins viðamikil og veitir Sjúkratryggingum Íslands heimild til að skoða málsatvik heildstætt þegar bótaskylda er metin vegna slysa sem verða við að svara í síma og sækja póst. Því verður stofnunin ekki bundin af því að synja slíkum málum eins og í tíð eldri reglugerðar. Á ári hverju eru ekki nema um 150 slys við heimilisstörf tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Þá er einungis um örfá slys að ræða á síðustu árum sem hefur þurft að synja á ofangreindum takmörkunum sem féllu úr gildi 1. ágúst. Um er að ræða mikið réttlætismál fyrir einstaklinga sem lenda í slíkum slysum sem geta haft víðtæk áhrif, ekki aðeins á fjárhag þeirra heldur líka heilsu til frambúðar. Ég hvet alla til að gleyma ekki að haka við reitinn á fyrstu síðu skattframtalsins og njóta verndar góðrar og ódýrrar tryggingar. Um óverulega fjárhæð er að ræða fyrir tryggingu sem getur skipt miklu fjárhagslegu máli ef það kemur til alvarlegra slysa við heimilisstörf.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun