Innlent

Heimaeyjargosið hófst fyrir 39 árum

Í dag eru þrjátíu og níu ár liðin síðan að Heimaeyjargosið hófst í Vestmannaeyjum. Gosið var fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi en jörðin austan við Kirkjubæ opnaðist rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973. Gosið stóð til 3. júlí sama ár en fjölmörg hús fóru undir hraun. Á vef Eyjafrétta segir að vel hafi tekist að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn hafi verið að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en gosið hófst.



Hér er hægt að lesa meira um gosið, ásamt fjölmörgum ljósmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×