Gunnar í viðræðum við UFC-bardagasambandið 3. júlí 2012 11:00 Gunnar í bardaga við Butenko á dögunum. Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson á nú í samningaviðræðum við UFC (Ultimate Fighting Championsship), stærsta bardagasambands heims. „Þetta er langstærsta keppnin í heiminum og Gunnar er kominn á þann stað sem hann hefur stefnt á leynt og ljóst. Aðaltakmark margra bardagamanna er að fá samning við UFC, það má líkja þessu við að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta," segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. Haraldur segir Gunnar geta fengið mannsæmandi laun fyrir samninginn þótt hann vilji ekki nefna neinar tölur. „Keppendur í þessu sporti eru ekki að fá sömu upphæðir og menn eru að fá í hnefaleikum eða fótbolta. Í mörgum öðrum íþróttagreinum eru laun íþróttamanna líka komin langt út fyrir öll velsæmismörk. Launin mættu vissulega vera betri, ekki síst miðað við hvað keppendur eru að leggja á sig, en þetta þýðir að hann getur stundað sitt sport og þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði. Gunnar verður þó ekki ríkur af þessu nema honum gangi svakalega vel," segir Haraldur sem ítrekar þó að samningurinn sé á borðinu en ekki undirritaður. Ekki er komið á hreint hvenær Gunnar muni berjast fari svo að hann semji við UFC. Þó má búast við því að fyrsti bardaginn verði í Notthingham í lok september. Haraldur segir að ef samningnum verði sé það mikil lyftistöng fyrir bardagaíþróttaklúbbinn Mjölni, þar sem Gunnar æfir. Svo heppilega vill til að félagið er nýbúið að ráða Írann John Kavanagh sem aðalþjálfara Mjölnis en hann er einnig þjálfari Gunnars. „Það að fá John hingað til lands var algjör lottóvinningur og ekki síst núna þegar þessi samningur liggur á borðinu. Peningarnir sem Gunnar fær verða líka til þess að hann getur æft meira heima en ella og John mun sjá um stóran hluta undibúningsins. Hann hefur reynslu úr UFC og það skiptir ekki bara Mjölni miklu máli heldur Gunnar persónulega. Þetta virðist allt vera að falla með okkur - ég held að við hefðum ekki getað skrifað þetta handrit betur sjálfir." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira