Innlent

Umfangsmikil rannsókn á starfi fréttamanna

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun veita eina milljón króna til hóps íslenskra fræðimanna vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri rannsókn meðal blaða- og fréttamanna. Katrín Jakobsdóttir ráðherra ákvað fjárveitinguna á mánudag.

Rannsóknin, The Worlds of Journalism Study, er alþjóðleg könnun á starfsumhverfi blaða- og fréttamanna sem tekur meðal annars til þeirra þátta sem nefndir voru í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um starfshætti og siðferði í íslenskum fjölmiðlum.

84 lönd taka þátt í rannsókninni, en hérlendis er hún samstarfsverkefni sjö kennara við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Niðurstöðurnar eiga meðal annars að nýtast stjórnvöldum til að bera fjölmiðla hér saman við önnur lönd.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×