Handbolti

Íslendingaliðin öll á sigurbraut í sænska handboltanum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Óli Heimisson skoraði 3 mörk í sínum fyrsta leik með GUIF.
Heimir Óli Heimisson skoraði 3 mörk í sínum fyrsta leik með GUIF. Mynd/Stefán
Íslendingaliðin Eskilstuna Guif, Kristianstad, Hammarby og Alingsås unnu öll sína leiki í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar sem fór fram í kvöld.

Ásbjörn Friðriksson skoraði 4 mörk þegar Alingsås HK vann flottan 34-32 sigur á Sävehof.

Heimir Óli Heimisson skoraði 3 mörk og Haukur Andrésson var með 2 mörk þegar Eskilstuna Guif vann öruggan 31-24 heimasigur á VästeråsIrsta HF. Kristján Andrésson er þjálfari Guif og var Heimir að spila inn fyrsta úrvalsdeildarleik með liðinu.

Elvar Friðriksson skoraði 3 mörk þegar Hammarby vann 29-28 útisigur á Skånela IF. Hammarby var þremur mörkum undir í hálfleik, 12-15, en landaði flottum sigri í lokin.

Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad unnu 21-16 útisigur á Ystad. Ólafur skoraði eitt mark fyrir Kristianstad í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×