Tónlist

Dansleikur í Iðnó

Diskótvíeykið ''Þú og Ég'' heldur dansleik í Iðnó ásamt ''Moses Hightower'', föstudagskvöldið 14. september. Hljómsveitirnar komu fyrst saman á Innipúkanum um nýliðna verslunarmannahelgi og þótti samstarfið heppnast með eindæmum vel. Því vildum við endurtaka leikinn fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta.

''Moses Hightower'' stíga fyrstir á svið og leika meðal annars lög af nýútkominni hljómplötu sinni, Önnur Mósebók, en platan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Í kjölfarið stíga svo Helga Möller og Jóhann Helgason á svið og gera allt vitlaust við undirleik ''Moses Hightower''.

Skipuleggjendur tónleikana hafa setið á hleri við æfingabúðir sveitanna og komist á snoðir um hvaða lög eru á efnisskránni. Við erum til dæmis að tala um lög eins og: Þú og ég, Í Reykjavíkurborg, Villi og Lúlla, Dans dans dans, Ljúfa líf, Vegir liggja, ofl. Lög sem allar post-diskó-kynslóðir kunna utanað.

Það er líklegt að hér sé á ferðinni einn af dansleikjum ársins, ef ekki árþúsundsins!



Miðasala er á midi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.