Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi.
Fregnir herma að fjórir starfsmenn sendiráðsins hafi látist þegar vopnaðir menn köstuðu handsprengjum inn á skrifstofuna og kveiktu svo í henni. Árásin var gerð til að mótmæla því að í bandarískri kvikmynd væri að finna móðganir í garð Múhameðs spámanns.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aðeins staðfest dauða eins starfsmanns sem komið er.
Mótmælendur hafa einnig ráðist á sendiráð Bandaríkjanna í Egyptalandi vegna kvikmyndarinnar sem um ræðir.
BBC segir frá.
Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu
Tengdar fréttir
Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi
Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi.