Um 35 milljarða hagnaður á hálfu ári - Enn óvissa í kortunum 31. ágúst 2012 20:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikill hagnaður einkenndi rekstur bankanna á fyrri helmingi ársins en samanlagður hagnaður þeirra nam nálægt fjörutíu milljörðum króna. Bankastjóri Landsbankans segir þó enn töluverða óvissu í kortunum. Endurreistu bankarnir þrír eru komnir með traustan rekstrargrundvöll og hafa styrkt fjárhag sinn töluvert að undanförnu, ef marka má hálfsársuppgjör þeirra, en þau liggja nú öll fyrir eftir að Arion banki kynnti uppgjör sitt í dag. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist Íslandsbanki um 11,6 milljarða, Arion banki um 11,2 milljarða og Landsbankinn um 11,9 milljarða. Samanlagður hagnaður nemur því tæplega 35 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að meiri stöðugleiki einkenni nú efnahagsmálin hér, en skömmu eftir hrun, en töluverð óvissa sé þó enn í spilunum. „Hvað mun löggjafinn gera þegar kemur að stjórn fiskveiða? Það vitum við ekki. Síðan er mikil óvissa út í heimi, við seljum t.d. mikið til Suður-Evrópu. Síðan er búið að vera auka kvóta í Barentshafi, og þetta hefur allt áhrif, og framvinda um margt óvissu háð.“ Sé sérstaklega horft til eigin fjár bankanna, sem er algengur mælikvarði á fjárhagslegan styrk fyrirtækja, þá hefur það vaxið hratt undanfarin misseri. Hjá Íslandsbanka er það rílega 135 milljarðar króna, hjá Arion banka ríflega 125 milljarðar og hjá Landsbankanum 212 milljarðar. Samtals er eigið fé bankanna nú meira en 470 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 1,5 milljón á hvern íbúa hér á landi.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira