Já á landsbyggðinni Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Löng hefð er fyrir því að þjónustuver Já og forvera fyrirtækisins séu staðsett bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar Já var stofnað árið 2005 rak félagið fjögur þjónustuver og 50% starfsmanna í þjónustuverum voru búsettir á landsbyggðinni. Undanfarin ár hafa orðið breytingar á bæði markaði og skipulagi félagsins. Nú, árið 2012, rekur félagið tvö þjónustuver í stað fjögurra, eitt í Reykjavík og annað Í Reykjanesbæ og eru 57,4% starfsmanna búsettir á landsbyggðinni, einmitt á því svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest undanfarin ár. Fram kom í viðtali við bæjarstjórann á Akureyri í fréttum RÚV að hann furðaði sig á því að Já hefði fengið viðurkenningu frá FKA með tilvísun í uppsagnir starfsmanna á Akureyri. Þau eru fá fyrirtækin sem hafa ekki þurft að segja upp starfsmönnum frá bankahruni vegna samdráttar á heimamarkaði. Það hefur Akureyrarbær sjálfur þurft að gera eins og fram kom í viðtali við bæjarstjórann sem birtist í vikublaðinu Akureyri þann 3. nóvember 2011. Erfiðasta verkefni allra stjórnenda eru ákvarðanir um uppsagnir starfsmanna, það vita allir stjórnendur að slíkar ákvarðanir eru ekki teknar nema að vel ígrunduðu máli. Stjórnendur bera ábyrgð, gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og eigendum á því að fyrirtæki sem þeir stýra séu rekin á sem hagkvæmastan hátt og geti þannig dafnað inn í framtíðina. Við hjá Já höfum lagt mikla áherslu á þróun þjónustuframboðs félagsins undanfarin ár. Við erum stolt af góðum árangri og okkar starfsfólki. Við erum sérlega stolt af því frábæra starfi sem unnið hefur verið í Reykjanesbæ, þar er sannarlega gott að reka fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að þjónustuver Já og forvera fyrirtækisins séu staðsett bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Þegar Já var stofnað árið 2005 rak félagið fjögur þjónustuver og 50% starfsmanna í þjónustuverum voru búsettir á landsbyggðinni. Undanfarin ár hafa orðið breytingar á bæði markaði og skipulagi félagsins. Nú, árið 2012, rekur félagið tvö þjónustuver í stað fjögurra, eitt í Reykjavík og annað Í Reykjanesbæ og eru 57,4% starfsmanna búsettir á landsbyggðinni, einmitt á því svæði þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest undanfarin ár. Fram kom í viðtali við bæjarstjórann á Akureyri í fréttum RÚV að hann furðaði sig á því að Já hefði fengið viðurkenningu frá FKA með tilvísun í uppsagnir starfsmanna á Akureyri. Þau eru fá fyrirtækin sem hafa ekki þurft að segja upp starfsmönnum frá bankahruni vegna samdráttar á heimamarkaði. Það hefur Akureyrarbær sjálfur þurft að gera eins og fram kom í viðtali við bæjarstjórann sem birtist í vikublaðinu Akureyri þann 3. nóvember 2011. Erfiðasta verkefni allra stjórnenda eru ákvarðanir um uppsagnir starfsmanna, það vita allir stjórnendur að slíkar ákvarðanir eru ekki teknar nema að vel ígrunduðu máli. Stjórnendur bera ábyrgð, gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og eigendum á því að fyrirtæki sem þeir stýra séu rekin á sem hagkvæmastan hátt og geti þannig dafnað inn í framtíðina. Við hjá Já höfum lagt mikla áherslu á þróun þjónustuframboðs félagsins undanfarin ár. Við erum stolt af góðum árangri og okkar starfsfólki. Við erum sérlega stolt af því frábæra starfi sem unnið hefur verið í Reykjanesbæ, þar er sannarlega gott að reka fyrirtæki.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar