Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 20:30 Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira