Innlent

Gunnar og Jónína ekki að stofna nýtt trúfélag

Boði Logason skrifar
Gunnar segir að þau hjónin séu ekki að undirbúa stofnun nýs trúfélags en staða hans innan Krossins sé óljós.
Gunnar segir að þau hjónin séu ekki að undirbúa stofnun nýs trúfélags en staða hans innan Krossins sé óljós. mynd/stöð 2
„Nei, það er ekki rétt," segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum, spurður hvort að hann ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Benediktsdóttur, undirbúi stofnun nýs trúfélags. Í helgarblaði DV var sagt frá því að miklar deilur væru innan Krossins og sjálfur stofnandinn, Gunnar, væri að undirbúa stofnun nýs trúfélags.

Í samtali við Vísi vísar Gunnar frétt DV til föðurhúsanna. Þegar blaðamaður spurði hvort hann væri enn þá í Krossinum svaraði hann: „Eigum við ekki bara að segja að staðan sé óljós."

Í DV um helgina var sagt að mikil valdabarátta væri innan trúfélagsins og fyrir fáeinum vikum hafi soðið upp úr þegar Gunnar bauð sig fram til stjórnarsetu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×