Ráðuneytið skoðar málið 1. september 2012 10:00 Ögmundur og jóhanna Ráðherrarnir hafa báðir fengið á sig úrskurði frá kærunefnd jafnréttismála. Nú skoðar innanríkisráðuneytið framhald málsins. Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent