Erró heiðursborgari Reykjavíkur 1. september 2012 17:05 Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira