Erró heiðursborgari Reykjavíkur 1. september 2012 17:05 Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. „Með nafnbótinni vill Reykjavíkurborg þakka Erró fyrir ómetanlegt framlag hans til Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar allrar á sviði myndlistar en hann hefur um langa hríð verið þekktasti samtímalistamaður þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hingað til hafa aðeins þrír Reykvíkingar verið gerðir heiðursborgarar Reykjavíkurborgar; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975 og Vigdís Finnbogadóttir árið 2010. Nú bætist heiðursborgarinn Erró í þennan hóp. Erró ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en fluttist til Reykjavíkur 14 ára gamall og bjó þá hjá ömmu sinni og Guðmundu S. Kristinsdóttur, móðursystur sinni, á Frakkastíg 10. Hann gekk í gagnfræðaskóla og síðan í málaradeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Erró hélt sína fyrstu stóru einkasýningu í Listamannaskálanum árið 1957. Erró hefur alltaf verið sannur vinur Reykjavíkurborgar. Árið 1989 gaf hann borginni stórt safn verka sinna, um 2.300 talsins. Hann hefur síðan aukið markvisst við gjöfina og telur safnið nú tæplega 4.000 listaverk sem spanna feril listamannsins allt frá barnæsku. Þessi óviðjafnanlega og rausnarlega gjöf er uppistaðan í Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Með listaverkagjöfinni afhenti Erró borginni einnig fjölbreytt gögn um sjálfan sig og list sína. Meðal þeirra eru einkabréf, blaðaúrklippur, bækur, dagbækur, rissblöð og fleira – allt ómetanlegar heimildir um feril listamannsins og hinn alþjóðlega heim myndlistarinnar sem hann hefur lifað og hrærst í á sínum langa starfsferli. Gögnin eru því einnig mikilvægar heimildir um menningarsögu 20. aldarinnar. Erró hefur ekki látið staðar numið við sín eigin listaverk og heimildir. Hann hefur einnig gefið borginni gott safn verka eftir þekkta erlenda listamenn. Þessi verk eru mikilsverður viðauki við safnið, bæði vegna eigin listræns gildis og ekki síður vegna þess með hvaða hætti þau setja verk Errós í samhengi við aðra listamenn. Eftir útnefninguna í Listasafni Reykjavíkur þakkaði Erró Reykjavíkurborg kærlega fyrir útnefninguna og sagðist ætla að reyna að vera góður heiðursborgari, borga skattana sína og fara í kirkju á sunnudagsmorgnum," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent