Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2012 09:00 Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. Fréttablaðið/stefán „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun." Fréttir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
„Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun."
Fréttir Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira