Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 1. september 2012 06:00 Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun