Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hvað sögðu sérfræðingarnir um varnarleik Man City?

Manchester City landaði þremur stigum um helgina með 2-1 sigri gegn Tottenham á heimavelli. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig en Manchester United er efst með 27 stig. Að venju var farið yfir allt það helsta úr enska boltanum í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson fór þar í gegnum leik Man City og Tottenham með sérfræðingunum, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni.

Hjörvar sagði m.a. að Gylfi Þór Sigurðsson væri í „kælinum" hjá Andre Villas Boas knattspyrnustjóra Tottenham. „Hann virðist ekki vera með neitt hlutverk hjá Tottenham og maður er farinn að setja spurningamerki við þessi félagaskipti," sagði Hjörvar.

Varnarleikur Man City í horn – og aukaspyrnum var einnig til umfjöllunar í Sunnudagsmessunni. Tottenham skoraði eftir „fast leikatriði" gegn meistaraliðinu á sunnudaginn en þetta er ekki í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem það gerist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×