Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf 12. nóvember 2012 06:00 Jakob Kristinsson Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.? Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.?
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira