Enski boltinn

Scolari: Helvíti bíður arftaka Villas-Boas

Scolari er hann stýrði Chelsea.
Scolari er hann stýrði Chelsea.
Viðbrögð enska knattspyrnuheimsins við brottvikingu Andre Villas-Boas frá Chelsea eru ekki jákvæð fyrir félagið. Framkvæmdastjóri samtaka enskra knattspyrnustjóra, Richard Bevan, segir að það sé að verða vandræðalegt fyrir Chelsea hvað það sé duglegt að reka stjóra frá félaginu.

Brasilíski þjálfarinn Luiz Felipe Scolari segist finna til með Villas-Boas og segir að helvíti bíði mannsins sem taki við af honum.

"Á Englandi eru til félög eins og Arsenal þar sem Wenger er stjóri og hefur aðeins unnið tvo eða þrjá meistaratitla. Menningin hjá Chelsea er allt öðruvísi og það er skrítið að félagið hafi rekið Villas-Boas þó svo það komi mér ekki á óvart því ég þekki þessa stöðu vel," sagði Scolari sem entist mánuði styttra í starfi hjá Chelsea en hann var rekinn í febrúar árið 2009.

"Villas-Boas er sigurvegari og verður það áfram. Hann þurfti að breyta mikið til og það gekk ekki upp. Það bíður helvíti mannsins sem tekur við af honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×