Umfjöllun: Tvö glæsimörk tryggðu Stjörnukonum sigur á Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2012 22:09 Mynd/Daníel Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu í kvöld 2-1 sigur á bikarmeisturum Vals í stórleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og en Valskonur töpuðu stigum annan leikinn í röð. Valskonur byrjuðu leikinn á Hlíðarenda betur í kvöld en gekk illa að brjóta vörn Stjörnukvenna á bak aftur. Gestirnir leyfðu Valskonum að koma með boltann óáreittar upp að miðju en mættu þeim þar af hörku og lokuðu sendingarmöguleikum. Stjörnukonur voru beittar fram á við þegar þær unnu boltann. Harpa Þorsteinsdóttir var nálægt því að koma þeim yfir eftir um hálftímaleik þegar Brett Maron, markvörður Vals, varði langskot hennar með tilþrifum. Hún kom hins vegar engum vörnum við á 32. mínútu. Þá fékk Ashley Bares boltann með varnarmann Vals í bakinu rétt utan vítateigs Valskvenna. Bares sneri varnarmanninn snyrtilega af sér og bylmingsskot hennar með vinstri fæti hafnaði efst í markhorni Vals. Óverjandi fyrir Maron í marki Vals og gestirnir fögnuðu að vonum vel. Í kjölfarið sóttu Valskonur í sig veðrið og fengu þrjú dauðafæri á innan við mínútu undir lok hálfleiksins. Fyrst varði Sandra Sigurðardóttir frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem slapp ein í gegn. Svava fékk boltann aftur en reyndi sendingu í stað skots og sóknin rann út í sandinn. Andartökum síðar fékk Dóra María Lárusdóttir boltann í algjöru dauðafæri á vítateig Stjörnunnar. Sandra var þá illa staðsett og Dóra María hafði því sem næst opið mark fyrir framan sig. Landsliðskonan valdi kraft fram yfir nákvæmni og skot hennar fór vel framhjá markinu og gestirnir gátu andað léttar. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Valskvenna, skipti Telmu Hjaltalín Þrastardóttur inn á í hálfleik og greinilegt að blása átti til sóknar. Valskonur lágu á gestunum í upphafi hálfleiksins en gleymdu sér augnablik á 48. mínútu sem reyndist þeim dýrkeypt. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar og einn besti maður vallarins, sendi þá fallegan bolta fyrir markið frá hægri. Á fjærstöng var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem skallaði boltann fallega í fjærhornið. Tveggja marka forysta og köld vatnsgusa í andlit Valskvenna sem gáfust þó ekki upp. Dóra María sendi þá boltann úr aukaspyrnu af löngu færi inn á teig Stjörnunnar þar sem Mist Edvardsdóttir var á auðum sjó og skallaði boltann fallega í fjærhornið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn galopinn á ný. Valskonum tókst í tvígang að opna vörn Stjörnukvenna á þeim tíma sem eftir lifði en í bæði skiptin brást þeim bogalistin í góðu færi. Fyrst lagði varamaðurinn Rakel Logadóttir boltann út í teiginn á Telmu Hjaltalín sem mokaði boltanum yfir markið úr góðu færi. Í síðara skiptið barst boltinn út í teiginn þar sem fyrirliðinn Dóra María var í góðu færi en Stjörnukonur komust fyrir skot hennar á síðustu stundu og björguðu marki. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mist svo rekin af velli fyrir að halda aftur af Ashley Bares sem var við það að sleppa í gegn. Hárréttur dómur og í kjölfarið fjaraði leikurinn út. Leikplan Stjörnunnar virtist ganga fullkomlega upp í kvöld. Liðið lá tilbaka, lokaði öllum leiðum heimamanna í átt að marki sínu og sóttu hratt þegar færi gafst. Liðið hefur unnið þrjá sigra í röð eftir tapið gegn Þór/KA í 1. umferð og glatt á hjalla í Garðabæ. Valskonur voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við tap. Þær hafa aðeins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum en hafa verður í huga að tveir leikjanna voru á erfiðum útivöllum (Akureyri og Vestmannaeyjum) auk stórleiksins í kvöld. Rakel Logadóttir átti ágæta innkomu í lið Vals í kvöld og mun styrkja liðið. Ekkert annað en sigur kemur til greina þegar liðið sækir KR heim í á mánudagskvöldið. Ljóst er að liðið verður án Mistar í þeim leik og óvíst um þátttöku Hildar Antonsdóttur sem fór meidd af velli um miðjan síðari hálfleik.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira