Gylfi: Vil bara fá að spila fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2012 07:00 Gylfi Þór horfir á eftir boltanum í mark Wigan. Þetta var hans fyrra mark í leiknum og kom markvörðurinn Ali Al Habsi engum vörnum við. Nordic Photos / Getty Images Óhætt er að segja að Gylfi Þór Sigurðsson hafi vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á fyrstu mánuðum ársins. Hann er hjá liðinu sem lánsmaður frá þýska úrvalsdeildarliðinu Hoffenheim en þangað á hann að snúa aftur í sumar. Gylfi skoraði tvö glæsileg mörk í 2-0 sigri Swansea á botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefur hann alls skorað þrjú mörk fyrir velsku svanina. En þess fyrir utan hefur Gylfi verið að spila glimrandi vel. Hann fékk fá tækifæri hjá Holger Stanislawski, þjálfara Hoffenheim í haust. En nú er búið að reka Stanislawski og ráða Markus Babbel í hans stað. Gera má ráð fyrir því að Babbel hafi áhuga á að fá Gylfa aftur til félagsins í sumar enda var hann valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili. „Ég er lítið að pæla í því hvað gerist í sumar. Ég ætla að einbeita mér að því að spila sem mest með Swansea og hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Það er ekki í mínum höndum hvað gerist," sagði Gylfi við Fréttablaðið eftir leikinn á laugardaginn. „Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta. Ég fékk ekki að spila mikið hjá Hoffenheim en fæ að gera það hjá Swansea. Ég er mjög ánægður hér og við verðum bara að sjá til hvað gerist," bætir hann við. Hann segist fylgja með gengi Hoffenheim og tali stundum við þá leikmenn sem hann heldur mest sambandi við. Meira sé það ekki í bili, að minnsta kosti. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vill sjálfsagt halda Gylfa í sumar en óvíst er hvort að félagið hafi efni á honum í sumar. Það mun sjálfsagt ráðast að miklu leyti að því hvort að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Staðan er góð – liðið er í fjórtánda sæti með 33 stig og sem stendur ellefu stigum fyrir ofan lið í fallsæti. „Þetta var mikilvægur sigur því það skiptir miklu máli að sogast ekki niður í fallpakkann. Við þurfum samt að ná nokkrum sigrum til viðbótar til að vera öruggir." Hvað sem gerist í sumar þá líður Gylfa vel í Wales og honum líkar vel við leikstíl Swansea. „Það tók mig fáeinar vikur að komast almennilega af stað eftir að hafa verið á bekknum hjá Hoffenheim og í jólafríi þar að auki. En ég er kominn í gott form og mér líður vel. Liðið spilar mjög góðan fótbolta og mikil hreyfing á mönnum innan liðsins. Svo er ég að spila stöðu sem hentar mér mjög vel." Swansea fær næst topplið Manchester City í heimsókn og er Gylfi spenntur fyrir leiknum. „Það er alltaf gaman að spila við bestu liðin og við ætlum að reyna að stríða þeim." Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Óhætt er að segja að Gylfi Þór Sigurðsson hafi vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu með Swansea í ensku úrvalsdeildinni á fyrstu mánuðum ársins. Hann er hjá liðinu sem lánsmaður frá þýska úrvalsdeildarliðinu Hoffenheim en þangað á hann að snúa aftur í sumar. Gylfi skoraði tvö glæsileg mörk í 2-0 sigri Swansea á botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefur hann alls skorað þrjú mörk fyrir velsku svanina. En þess fyrir utan hefur Gylfi verið að spila glimrandi vel. Hann fékk fá tækifæri hjá Holger Stanislawski, þjálfara Hoffenheim í haust. En nú er búið að reka Stanislawski og ráða Markus Babbel í hans stað. Gera má ráð fyrir því að Babbel hafi áhuga á að fá Gylfa aftur til félagsins í sumar enda var hann valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili. „Ég er lítið að pæla í því hvað gerist í sumar. Ég ætla að einbeita mér að því að spila sem mest með Swansea og hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Það er ekki í mínum höndum hvað gerist," sagði Gylfi við Fréttablaðið eftir leikinn á laugardaginn. „Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta. Ég fékk ekki að spila mikið hjá Hoffenheim en fæ að gera það hjá Swansea. Ég er mjög ánægður hér og við verðum bara að sjá til hvað gerist," bætir hann við. Hann segist fylgja með gengi Hoffenheim og tali stundum við þá leikmenn sem hann heldur mest sambandi við. Meira sé það ekki í bili, að minnsta kosti. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vill sjálfsagt halda Gylfa í sumar en óvíst er hvort að félagið hafi efni á honum í sumar. Það mun sjálfsagt ráðast að miklu leyti að því hvort að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni. Staðan er góð – liðið er í fjórtánda sæti með 33 stig og sem stendur ellefu stigum fyrir ofan lið í fallsæti. „Þetta var mikilvægur sigur því það skiptir miklu máli að sogast ekki niður í fallpakkann. Við þurfum samt að ná nokkrum sigrum til viðbótar til að vera öruggir." Hvað sem gerist í sumar þá líður Gylfa vel í Wales og honum líkar vel við leikstíl Swansea. „Það tók mig fáeinar vikur að komast almennilega af stað eftir að hafa verið á bekknum hjá Hoffenheim og í jólafríi þar að auki. En ég er kominn í gott form og mér líður vel. Liðið spilar mjög góðan fótbolta og mikil hreyfing á mönnum innan liðsins. Svo er ég að spila stöðu sem hentar mér mjög vel." Swansea fær næst topplið Manchester City í heimsókn og er Gylfi spenntur fyrir leiknum. „Það er alltaf gaman að spila við bestu liðin og við ætlum að reyna að stríða þeim."
Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira