Aron Einar: Klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2012 08:00 Aron Einar mun líklega ekki gefa neitt eftir á Wembley á morgun. Nordic Photos / Getty Images Það verður stór stund í lífi knattspyrnukappans Arons Einars Gunnarssonar á morgun er hann gengur út á sjálfan Wembley ásamt félögum sínum í Cardiff City. Þar mun Cardiff mæta stórliði Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins. „Þetta er klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli og ég ætla að njóta þess að spila hann. Það munu margir fylgjast með og fólkið í Cardiff er mjög spennt. Það er fjöldi manna mættur til þess að kveðja okkur," sagði Aron Einar við Fréttablaðið skömmu áður en liðið hélt af stað til London í gær. „Það er mjög fín stemning hjá okkur. Það er ró yfir mannskapnum en tilhlökkun samt. Það verða allir klárir á leikdegi," sagði Aron en Cardiff er klárlega litla liðið í leiknum. Hefur allt að vinna en engu að tapa. „Það er jákvætt að vera minna liðið. Við þurfum ekkert að vera stressaðir. Ég vona að við höfum gaman af þessu og njótum þess að spila leikinn. Það er ekki á hverjum degi sem menn spila úrslitaleik á Wembley og ég tala nú ekki um gegn liði eins og Liverpool. Það er allt hægt í svona bikarúrslitaleik." Fjöldi Íslendinga verður á vellinum og þar af margir ættingja Arons sem ætla ekki að missa af þessari stóru stund í lífi hans. „Það eru allir að koma að norðan. Vinir og ættingjar. Margir vina minna halda með Liverpool og það verður því enn sætara ef við náum að skella þeim," sagði Aron og hló dátt. „Það verður algjör draumur að labba inn á völlinn fyrir framan tæplega 90 þúsund manns. Ég verð örugglega með kúkinn í buxunum fyrstu tvær mínútur leiksins en svo fer það og ég fer að njóta leiksins. Ég er alltaf smá tíma í gang í stórleikjum." Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
Það verður stór stund í lífi knattspyrnukappans Arons Einars Gunnarssonar á morgun er hann gengur út á sjálfan Wembley ásamt félögum sínum í Cardiff City. Þar mun Cardiff mæta stórliði Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins. „Þetta er klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli og ég ætla að njóta þess að spila hann. Það munu margir fylgjast með og fólkið í Cardiff er mjög spennt. Það er fjöldi manna mættur til þess að kveðja okkur," sagði Aron Einar við Fréttablaðið skömmu áður en liðið hélt af stað til London í gær. „Það er mjög fín stemning hjá okkur. Það er ró yfir mannskapnum en tilhlökkun samt. Það verða allir klárir á leikdegi," sagði Aron en Cardiff er klárlega litla liðið í leiknum. Hefur allt að vinna en engu að tapa. „Það er jákvætt að vera minna liðið. Við þurfum ekkert að vera stressaðir. Ég vona að við höfum gaman af þessu og njótum þess að spila leikinn. Það er ekki á hverjum degi sem menn spila úrslitaleik á Wembley og ég tala nú ekki um gegn liði eins og Liverpool. Það er allt hægt í svona bikarúrslitaleik." Fjöldi Íslendinga verður á vellinum og þar af margir ættingja Arons sem ætla ekki að missa af þessari stóru stund í lífi hans. „Það eru allir að koma að norðan. Vinir og ættingjar. Margir vina minna halda með Liverpool og það verður því enn sætara ef við náum að skella þeim," sagði Aron og hló dátt. „Það verður algjör draumur að labba inn á völlinn fyrir framan tæplega 90 þúsund manns. Ég verð örugglega með kúkinn í buxunum fyrstu tvær mínútur leiksins en svo fer það og ég fer að njóta leiksins. Ég er alltaf smá tíma í gang í stórleikjum."
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira