Gemmér nammi! 14. nóvember 2012 00:01 Wreck-It Ralph Leikstjórn: Rich Moore. Leikarar: John C. Reilly, Sarah Silverman, Jack McBrayer, Jane Lynch, Alan Tudyk. Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn. Wreck-It Ralph starfar sem illmenni í leiknum Fix-It Felix, Jr. en í lok vinnudagsins er hann enn þá litinn hornauga af öðrum persónum leiksins. Þrátt fyrir starfið er hann góðhjartaður en býr aleinn á ruslahaug og á enga vini. Að lokum fær hann nóg og ákveður að stinga af úr tölvuleiknum, og koma ekki aftur fyrr en hann hefur sannað ágæti sitt. Það fer að verða óþarfi að taka það fram hversu tæknilega vel gerðar tölvuteiknimyndir Disney eru. Wreck-It Ralph er engin undantekning og það er hrein unun að gleyma sér í litadýrðinni og öllum glæsilegu smáatriðunum sem tæknideildin hefur nostrað við. Nær helmingur myndarinnar gerist í tölvuleik að nafni Sugar Rush, eins konar stafrænu sælgætislandi þar sem hina barnungu Vanellope von Schweetz dreymir um að keppa í kappakstri, og hætt er við að nammigrísir á borð við undirritaðan eigi eftir að sitja með sleftauminn hangandi úr skoltinum allan tímann. Og ekki vantar hressleikann. Við fáum góðan skerf af húmor, æsilegan kappakstur og fullt af sígildum tölvuleikjapersónum í feluhlutverkum. En það vantar einhvern neista. Ekki er við leikarana að sakast. John C. Reilly og Sarah Silverman skila sínu og gott betur. Mig grunar að vandamálið sé að finna í handritinu. Hugmyndin er frábær en framkvæmdin aðeins of dæmigerð. Þá er takturinn misjafn og myndin langdregin á köflum. En skemmtanagildið er til staðar og ég mæli sterklega með því að sælgæti sé haft í seilingarfjarlægð. Annars munt þú líklega brjálast. Niðurstaða: Skemmtileg en helst til dæmigerð. Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Wreck-It Ralph Leikstjórn: Rich Moore. Leikarar: John C. Reilly, Sarah Silverman, Jack McBrayer, Jane Lynch, Alan Tudyk. Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn. Wreck-It Ralph starfar sem illmenni í leiknum Fix-It Felix, Jr. en í lok vinnudagsins er hann enn þá litinn hornauga af öðrum persónum leiksins. Þrátt fyrir starfið er hann góðhjartaður en býr aleinn á ruslahaug og á enga vini. Að lokum fær hann nóg og ákveður að stinga af úr tölvuleiknum, og koma ekki aftur fyrr en hann hefur sannað ágæti sitt. Það fer að verða óþarfi að taka það fram hversu tæknilega vel gerðar tölvuteiknimyndir Disney eru. Wreck-It Ralph er engin undantekning og það er hrein unun að gleyma sér í litadýrðinni og öllum glæsilegu smáatriðunum sem tæknideildin hefur nostrað við. Nær helmingur myndarinnar gerist í tölvuleik að nafni Sugar Rush, eins konar stafrænu sælgætislandi þar sem hina barnungu Vanellope von Schweetz dreymir um að keppa í kappakstri, og hætt er við að nammigrísir á borð við undirritaðan eigi eftir að sitja með sleftauminn hangandi úr skoltinum allan tímann. Og ekki vantar hressleikann. Við fáum góðan skerf af húmor, æsilegan kappakstur og fullt af sígildum tölvuleikjapersónum í feluhlutverkum. En það vantar einhvern neista. Ekki er við leikarana að sakast. John C. Reilly og Sarah Silverman skila sínu og gott betur. Mig grunar að vandamálið sé að finna í handritinu. Hugmyndin er frábær en framkvæmdin aðeins of dæmigerð. Þá er takturinn misjafn og myndin langdregin á köflum. En skemmtanagildið er til staðar og ég mæli sterklega með því að sælgæti sé haft í seilingarfjarlægð. Annars munt þú líklega brjálast. Niðurstaða: Skemmtileg en helst til dæmigerð.
Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira