Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 3-4 Ari Erlingsson á Vodafone-vellinum skrifar 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Stefán Leikur Vals og Breiðabliks í 14 umferð Pepsídeildar karla fer líklegast í sögubækurnar með þeim ótrúlegri sem spilaðir hafa verið hér á landi á seinni árum. Gestirnir úr Kóparvogi höfðu dramatískan 3-4 sigur eftir að hafa lent manni undir og 3-1 undir. Lið Breiðabliks sem hingað til hefur gengið erfiðlega að skora tóks hið ómögulega og skoraði þrjú mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Kóparvogi þó ívið sterkari. Einar mark fyrri hálfleiksins skoruðu hinsvegar heimamenn í Val, var þar að verki Kolbeinn Kárason sem kom boltanum yfir línuna eftir sókn upp hægri kantinn. Staðan 1-0 þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var hinsvegar mun fjörugri og skiptust liðin á að sækja. Ákveðin vendipunktur varð í leiknum á 65. mínútu þegar Matthías Guðmundsson slapp einn inn fyrir vörn Breiðabliks eftir stungusendingu Rúnars. Ingvar Kale óð út gegn Matthíasi og virtist fella hann. Magnús Þórisson dæmdi víti og var nauðugur einn sá kostur að vísa Ingvari af velli. Á punktinn steig Rúnar Már Sigurjónsson og brást honum ekki bogalistinn. 2-0 fyrir Valsmenn og staðan dökk hjá Blikunum. Það var því aðeins eitt í stöðunni hjá Blikum, að koma sér strax inn í leikinn. Kristinn Jónsson brást vel við mótlætinu og skoraði mark beint úr hornspyrnu á 70 mínútu, klaufalegt hjá Ólafi í marki Vals en eflaust hefur vindurinn eitthvað tekið í boltann. Við markið efldust Blikarnir og var það því sem blaut tuska í andlit þeirra er Kolbeinn Kárason skoraði glæsilegt skallamark eftir sendingu Rúnars Más á 75 mínútu. Staðan 3-1 fyrir Valsmenn. Þeir einum fleiri og tveimur mörkum undir. Blikarnir gáfust hinsvegar ekki upp og ógnuðu Valsmarkinu talsvert. Það kom því ekki á óvart þegar Þórður Steinar minnkaði muninn í 3-2 á 83 mínútu með hörkuskoti úr teig. Olgeir Sigurgeirsson sem hafði komið inn á skömmu áður dreif menn áfram og jafnaði hann loks leikinn á 85 mínútu, Blikarnir með öll völd og sigurmarkið hlaut að koma. Daninn Rhode virtist ætla að tryggja þeim sigur á 90 mínútu en klúðraði dauðafæri á markteig með ótrúlegum hætti. Ben Everson skoraði svo sigurmark Blika eftir klafs í teig Valsmanna á 91 mínútu. Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmann hlýtur að vera virkilega ósáttur við varnaleik sinna manna síðasta stundarfjórðung leiksins. Kolbeinn Kárason og Rúnar Már á miðjunni voru bestu menn heimamanna auk þess sem Matthías Guðmundsson var ávallt hættulegur er hann fékk boltann í eyður. Af einhverjum ástæðum gáfu leikmenn liðsins alltof mikið eftir síðasta korterið og það má ekki gegn liði eins og Breiðablik. Blikaliðið lítur ágætlega út og náðu þeir betra spili út á velli en Valsmenn. Framherjinn Rhode hefði mátt vera meira inn í leiknum en þó skapaði hann alltaf hættu er hann fékk boltann. Ben Everson var mikið í boltanum og reyndi mikið en oftast án árangurs alveg þangað til í lokin. Besti maður vallarins var þó Þórður Steinar Hreiðarsson sem byraði leikinn í bakvarðastöðunni en færði sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik. Þórður tók mikið til sín og skoraði gott mark og hann ásamt Olgeiri voru mennirnir á bakvið ótrúlegan lokakafla. Barátta þeirra og eljusemi hafði sitt að segja og má segja að þeir hafi hlaupið og barist tvöfalt og ekki mátti sjá á Blikaliðinu að þeir væri manni færri. Við þetta tap færast Valsmenn niður í 9 sæti og allir draumar um Evrópusæti virðast fjarlægir. Blikar hinsvegar eru sem endurfæddir með tilkomu nýrra sóknarmanna og með sóknarleik sem þessum ættu þeir að geta velgt hvaða liði sem er undir uggum. Ingvar Þór: Ég skil ekki þetta rauða spjaldIngvar Þór Kale, markvörður Blika, var mjög sáttur í leikslok og vildi ekki meina að um réttan vítaspyrnudóm væri að ræða en var því þeim mun sáttari með karakterinn sem liðið sýndi. „Gríðarlegur karakter hjá strákunum að klára þetta eftir lentum ósanngjarnt manni undir, þetta var aldrei víti en því miður lét dómarinn glepjast í þetta skiptið ég spurði nú Matta eftir leikinn hvern djöfulinn honum gengi til en hann vildi nú ekki svara mér. Ég skil þetta einfaldlega ekki og þetta er ekki fyrsta skiptið sem hann (Magnús Þórisson) rekur mig útaf. Ég er núna búinn að fá tvö fáranleg rauð spjöld hjá honum. Hann er nú kannski ekkert að leggja mig í einelti og dómarinn mat þetta bara svona núna og dómararnir gera nú mistök eins og við leikmennirnir. Liðið lítur vel út með tilkomu nýrra manna og nú erum við til alls líklegir og ég hef fulla trú að við náum einhverjum frá næsta leik gegn FH." Kristján Guðmunds: Bálreiður að missa niður 3-1 forskotMynd/Anton„Maður er bálreiður að missa niður 3-1 forskot því við vorum búnir að vinna vel fyrir því. Svo hættum við að hlaupa eftir að hafa náð þessu forskoti. Ég var ánægður með mestan part leiksins en sendingar voru þó ekki góðar. Við spiluðum góðan varnarleik og unnum návígi en svo hættum við síðasta korterið sérstaklega varnarlínan sem missti allt niður um sig," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna. Við tekur erfiður leikur gegn KR í næstu umferð. „Það verður mjög erfiður leikur sérstaklega eftir að hafa lent í þessu. Við verðum að vera jákvæði og horfa á það að við spiluðum vel að hluta til og það kom okkur í 3-1 stöðu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Leikur Vals og Breiðabliks í 14 umferð Pepsídeildar karla fer líklegast í sögubækurnar með þeim ótrúlegri sem spilaðir hafa verið hér á landi á seinni árum. Gestirnir úr Kóparvogi höfðu dramatískan 3-4 sigur eftir að hafa lent manni undir og 3-1 undir. Lið Breiðabliks sem hingað til hefur gengið erfiðlega að skora tóks hið ómögulega og skoraði þrjú mörk á síðustu sjö mínútum leiksins. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Kóparvogi þó ívið sterkari. Einar mark fyrri hálfleiksins skoruðu hinsvegar heimamenn í Val, var þar að verki Kolbeinn Kárason sem kom boltanum yfir línuna eftir sókn upp hægri kantinn. Staðan 1-0 þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur var hinsvegar mun fjörugri og skiptust liðin á að sækja. Ákveðin vendipunktur varð í leiknum á 65. mínútu þegar Matthías Guðmundsson slapp einn inn fyrir vörn Breiðabliks eftir stungusendingu Rúnars. Ingvar Kale óð út gegn Matthíasi og virtist fella hann. Magnús Þórisson dæmdi víti og var nauðugur einn sá kostur að vísa Ingvari af velli. Á punktinn steig Rúnar Már Sigurjónsson og brást honum ekki bogalistinn. 2-0 fyrir Valsmenn og staðan dökk hjá Blikunum. Það var því aðeins eitt í stöðunni hjá Blikum, að koma sér strax inn í leikinn. Kristinn Jónsson brást vel við mótlætinu og skoraði mark beint úr hornspyrnu á 70 mínútu, klaufalegt hjá Ólafi í marki Vals en eflaust hefur vindurinn eitthvað tekið í boltann. Við markið efldust Blikarnir og var það því sem blaut tuska í andlit þeirra er Kolbeinn Kárason skoraði glæsilegt skallamark eftir sendingu Rúnars Más á 75 mínútu. Staðan 3-1 fyrir Valsmenn. Þeir einum fleiri og tveimur mörkum undir. Blikarnir gáfust hinsvegar ekki upp og ógnuðu Valsmarkinu talsvert. Það kom því ekki á óvart þegar Þórður Steinar minnkaði muninn í 3-2 á 83 mínútu með hörkuskoti úr teig. Olgeir Sigurgeirsson sem hafði komið inn á skömmu áður dreif menn áfram og jafnaði hann loks leikinn á 85 mínútu, Blikarnir með öll völd og sigurmarkið hlaut að koma. Daninn Rhode virtist ætla að tryggja þeim sigur á 90 mínútu en klúðraði dauðafæri á markteig með ótrúlegum hætti. Ben Everson skoraði svo sigurmark Blika eftir klafs í teig Valsmanna á 91 mínútu. Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmann hlýtur að vera virkilega ósáttur við varnaleik sinna manna síðasta stundarfjórðung leiksins. Kolbeinn Kárason og Rúnar Már á miðjunni voru bestu menn heimamanna auk þess sem Matthías Guðmundsson var ávallt hættulegur er hann fékk boltann í eyður. Af einhverjum ástæðum gáfu leikmenn liðsins alltof mikið eftir síðasta korterið og það má ekki gegn liði eins og Breiðablik. Blikaliðið lítur ágætlega út og náðu þeir betra spili út á velli en Valsmenn. Framherjinn Rhode hefði mátt vera meira inn í leiknum en þó skapaði hann alltaf hættu er hann fékk boltann. Ben Everson var mikið í boltanum og reyndi mikið en oftast án árangurs alveg þangað til í lokin. Besti maður vallarins var þó Þórður Steinar Hreiðarsson sem byraði leikinn í bakvarðastöðunni en færði sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik. Þórður tók mikið til sín og skoraði gott mark og hann ásamt Olgeiri voru mennirnir á bakvið ótrúlegan lokakafla. Barátta þeirra og eljusemi hafði sitt að segja og má segja að þeir hafi hlaupið og barist tvöfalt og ekki mátti sjá á Blikaliðinu að þeir væri manni færri. Við þetta tap færast Valsmenn niður í 9 sæti og allir draumar um Evrópusæti virðast fjarlægir. Blikar hinsvegar eru sem endurfæddir með tilkomu nýrra sóknarmanna og með sóknarleik sem þessum ættu þeir að geta velgt hvaða liði sem er undir uggum. Ingvar Þór: Ég skil ekki þetta rauða spjaldIngvar Þór Kale, markvörður Blika, var mjög sáttur í leikslok og vildi ekki meina að um réttan vítaspyrnudóm væri að ræða en var því þeim mun sáttari með karakterinn sem liðið sýndi. „Gríðarlegur karakter hjá strákunum að klára þetta eftir lentum ósanngjarnt manni undir, þetta var aldrei víti en því miður lét dómarinn glepjast í þetta skiptið ég spurði nú Matta eftir leikinn hvern djöfulinn honum gengi til en hann vildi nú ekki svara mér. Ég skil þetta einfaldlega ekki og þetta er ekki fyrsta skiptið sem hann (Magnús Þórisson) rekur mig útaf. Ég er núna búinn að fá tvö fáranleg rauð spjöld hjá honum. Hann er nú kannski ekkert að leggja mig í einelti og dómarinn mat þetta bara svona núna og dómararnir gera nú mistök eins og við leikmennirnir. Liðið lítur vel út með tilkomu nýrra manna og nú erum við til alls líklegir og ég hef fulla trú að við náum einhverjum frá næsta leik gegn FH." Kristján Guðmunds: Bálreiður að missa niður 3-1 forskotMynd/Anton„Maður er bálreiður að missa niður 3-1 forskot því við vorum búnir að vinna vel fyrir því. Svo hættum við að hlaupa eftir að hafa náð þessu forskoti. Ég var ánægður með mestan part leiksins en sendingar voru þó ekki góðar. Við spiluðum góðan varnarleik og unnum návígi en svo hættum við síðasta korterið sérstaklega varnarlínan sem missti allt niður um sig," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna. Við tekur erfiður leikur gegn KR í næstu umferð. „Það verður mjög erfiður leikur sérstaklega eftir að hafa lent í þessu. Við verðum að vera jákvæði og horfa á það að við spiluðum vel að hluta til og það kom okkur í 3-1 stöðu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira