Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum 8. ágúst 2012 04:45 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg tóku Hörpuna yfir snemma árs 2009. Veruleg frávik hafa verið frá þeim rekstraráætlunum sem lagðar voru fram við það tilefni. Ráðstefnuhald hefur til að mynda skilað 80% minni tekjum en lagt var upp með. fréttablaðið/gva Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15