Lífið

Lockerbie heldur utan til Evrópu

Sveitin hyggst fylgja eftir útkomu fyrstu plötu sinnar, Ólgusjós, í Evrópu.
Sveitin hyggst fylgja eftir útkomu fyrstu plötu sinnar, Ólgusjós, í Evrópu.
Hljómsveitin Lockerbie leggur upp í sinn fyrsta Evróputúr miðvikudaginn næsta, þann 18. október.

Lockerbie sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Ólgusjó, síðasta sumar á Íslandi. Í kjölfarið skrifuðu meðlimir sveitarinnar undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Kapitan Platte og var Ólgusjór gefin út út í þýskumælandi löndum Evrópu í vor. Tilgangurinn með utanför Lockerbie nú er að fylgja þeirri útgáfu eftir. Sveitin kemur fram á átta tónleikum í fimm löndum, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Ungverjalandi og Tékklandi. Þá kemur sveitin einnig fram á Iceland Airwaves-hátíðinni þar sem hún er bæði á aðaldagskránni og svokallaðri „off venue“-dagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.