Stórbóndinn Grímsstöðum næsti forseti Íslands Guðmundur Guðmundsson skrifar 13. október 2012 06:00 Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar