Innlent

Snorri Betel bíður eftir svörum - vill frekar fara í mál

Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson, oftast kenndur við Betel-söfnuðinn, segist enn bíða eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu en hann krafði ráðuneytið svara eftir að honum var sagt upp sem kennari hjá Akureyrarbæ síðasta vor. Það er Vikudagur sem greinir frá þessu en í skriflegu svari sem hann sendi fjölmiðlinum segir:

„Mál mitt stendur þannig að ég bíð eftir svari frá Innanríkisráðuneytinu um þeirra niðurstöðu á uppsögninni og hvort hún eigi við rök að styðjast. Kennarasamband Íslands er með málið í ferli og þá er verið að kanna hvort Akureyrarbær sé tilbúinn að semja um bætur vegna uppsagnarinnar eða hvort farið verði í mál."

Eins og fyrr segir var Snorra sagt upp störfum sem kennari en uppsögnin kom í kjölfar umdeildra skrifa á bloggsíðu Snorra um samkynhneigð.

Snorri segist sjálfur vilja málaferli þar sem hann lítur svo á að um prófmál sé að ræða og að það sé gott að vita hvort það megi segja upp kennurum vegna skoðana sinna.

Hægt er að nálgast nánari fregnir um málið á heimasíðu Vikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×