Færeyingar færast nær réttarbreytingu Guðsteinn skrifar 13. október 2012 00:30 Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum.Mynd/NUD Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri." Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri."
Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05