Færeyingar færast nær réttarbreytingu Guðsteinn skrifar 13. október 2012 00:30 Færeyski tónlistarmaðurinn sem náði sér aldrei andlega eftir alvarlega líkamsárás fyrir sex árum.Mynd/NUD Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri." Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Lát færeyska tónlistarmannsins Rasmusar Rasmussen hefur vakið athygli á erfiðri stöðu samkynhneigðra í Færeyjum. Rasmussen, sem var samkynhneigður, varð fyrir alvarlegri líkamsárás árið 2006 og náði sér aldrei eftir það. Nokkur hreyfing virðist samt hafa verið á réttindamálum samkynhneigðra í Færeyjum síðustu misseri, og að hluta virðist mega rekja það til árásarinnar á Rasmussen. Þannig samþykkti færeyska Lögþingið árið 2007 eða árið eftir árásina á Rasmussen, með sautján atkvæðum gegn fjórtán breytingu á færeysku refsilöggjöfinni þess efnis að bannað væri að hóta, hæðast að eða niðurlægja fólk vegna kynhneigðar. Í sumar mættu síðan fimm þúsund manns til gleðigöngu samkynhneigðra í Þórshöfn, sem er tíundi hver íbúi eyjanna. Mikil breyting hafði greinilega orðið síðan samkynhneigðir héldu síðast slíka hátíð, sem var árið 2007, en þá hættu einungis nokkur hundruð sér út á götu til að taka þátt í göngu samkynhneigðra. Nú í haust er jafnvel reiknað með að frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra verði lagt fram á lögþingi Færeyja, og eru líkur tá að helmingur þingmanna muni styðja það, sem hefði verið óhugsandi fyrir aðeins örfáum árum. „Við urðum svo sem ekki vör við neitt persónulega þegar við vorum þarna. Almenningur er ekkert hrópandi úti á götum eða neitt svoleiðis," segir Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78, sem kom til Færeyja í sumar með Hinsegin kórnum í tilefni af gleðihátíð samkynhneigðra þar. „Hins vegar er ákveðinn kjarni strangtrúaðra sem skrifar greinar í blöðin og á vefsíður þar sem talað er mjög sterkt gegn samkynhneigðum. Við megum hins vegar passa okkur svolítið á því að detta ekki alveg í fordæmingargírinn um að Færeyingar séu svona hræðilegir. Það var nú bara síðasta vetur sem maður var laminn á bar hér í Reykjavík fyrir að vera transmaður. Fordómarnir þrífast hér engu síður en þar, þótt lagalega staðan hér sé betri."
Tengdar fréttir Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Svipti sig lífi eftir hræðilegan hatursglæp „Hann var rólegur, prúður og hógvær; brosmildur, glaðsinna og jákvæður. Lífið brosti við honum," segir Jens Guðmundsson, rokksérfræðingur og skrautskriftarkennari um færeyska tónlistarmanninn Rasmus Rasmussen. Sá svipti sig lífi fyrir tveimur dögum en hann barðist við afleiðingar hrottalegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2006 í Færeyjum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að Rasmus var samkynhneigður, og einn af örfáum í Færeyjum sem fór ekki leynt með það. 11. október 2012 16:05