Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart Birgir Þór Harðarson skrifar 17. desember 2012 15:00 Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári, við hlið Nico Rosberg. Hann hefur ekið fyrir McLaren síðan 2007. nordicphotos/afp Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er. Button er eini liðsfélagi Hamilton í Formúlu 1 sem hefur endað ofar í titilbaráttunni en hann. Meðal þeirra sem ekið hafa við hlið Hamilton hjá McLaren síðan 2007 er tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso. „Hann verður að öllum líkindum svolítið hissa," sagði Button þegar hann var spurður við hverju Rosberg mætti búast. „Ég veit að þeir voru liðsfélagar í gamla daga, en ég held að það muni koma honum á óvart hversu góða hluti Hamilton getur gert með lélegan bíl." „Þetta hefur verið gott samstarf hjá okkur Hamilton," sagði Button enn fremur. „Við höfum haft gaman að þessu." Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er. Button er eini liðsfélagi Hamilton í Formúlu 1 sem hefur endað ofar í titilbaráttunni en hann. Meðal þeirra sem ekið hafa við hlið Hamilton hjá McLaren síðan 2007 er tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso. „Hann verður að öllum líkindum svolítið hissa," sagði Button þegar hann var spurður við hverju Rosberg mætti búast. „Ég veit að þeir voru liðsfélagar í gamla daga, en ég held að það muni koma honum á óvart hversu góða hluti Hamilton getur gert með lélegan bíl." „Þetta hefur verið gott samstarf hjá okkur Hamilton," sagði Button enn fremur. „Við höfum haft gaman að þessu."
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira