Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2012 13:13 Nadal fagnaði ógurlega í dag. Nordic Photos / Getty Images Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. Federer og Nadal munu nú mætast í undanúrslitum á mótinu en ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa. Er það í fyrsta sinn síðan 2005 sem þeir tveir mætast í undanúrslitum á stórmóti en þeir hafa margsinnis mæst í sjálfum úrslitunum. Federer hafði betur gegn Argentínumanninum Juan Martin del Potro í þremur settum en þetta var hans þúsundasta viðureign á ferlinum. Sá svissneski hafði mikla yfirburði í leiknum og sá Del Potro aldrei til sólar. Berdych barðist hetjulegaNadal lenti í meiri vandræðum með sinn andstæðing, Tomas Berdych frá Tékklandi. Berdych var raðað inn sem sjöunda sterkasta keppanda mótsins og barðist hetjulega gegn Nadal, sem hefur verið að ná sínu besta fram á ný eftir að hafa verið í basli vegna meiðsla. Berdych gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, og var svo ótrúlega nálægt því að vinna annað setti líka þar sem upphækkun þurfti einnig til. En Nadal sýndi úr hverju hann er gerður og náði að jafna metin. Tékkinn öflugi neitaði þó að játa sig sigraðan og vann fyrstu tvær loturnar í þriðja settinu. En þá sagði Nadal stopp, vann næstu fjórar lotur og settið 6-4. Nadal kláraði svo leikinn með því að vinna fjórða settið einnig 6-3 en Berdych var þó aldrei langt undan. Samtals tók viðureignin rúmar fjórar klukkustundir sem sýnir hversu jöfn hún var. Það var viðeigandi að Nadal kláraði leikinn með því að vinna síðustu lotuna 40-0, þrátt fyrir að Berdych hafði átt uppgjöfina. Nadal mátti hafa miklu meira fyrir sínum sigri en Federer í dag og óljóst er hvort að Nadal verði þreyttari í viðureign þeirra í undanúrslitum. Federer hefur verið nálægt sínu allra besta á mótinu og ljóst að hann ætlar sér titilinn og ekkert annað. Wozniacki bíður ennHin danska Caroline Wozniacki hefur verið samtals í 67 vikur í efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa aldrei unnið stórmót í tennis. Það er einnig ljóst að hún mun nú missa toppsæti heimslistans, í bili að minnsta kosti. Wozniacki tapaði fyrir Kim Clijsters frá Belgíu sem á titil að verja í Melbourne. Hún hafði betur í tveimur settum, 6-3 og 7-6, og mætir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum. Azarenka hafði betur gegn Agnieszku Radwönsku frá Póllandi, 6-7, 6-0 og 6-2. Fjórungsúrslitin klárast á morgunKeppni heldur áfram klukkan eitt eftir miðnætti í nótt og lýkur svo um hádegisbilið á morgun. Þá fara fram síðari viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum og mikil spenna í loftinu. Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, mætir þá Spánverjanum David Ferrer sem var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins. Bretinn Andy Murray mun kljást við Japanann Kei Nishikori sem hefur komið mörgum á óvart í Ástralíu enda fyrsti keppandi sinnar þjóðar sem kemst áfram í fjórðungsúrslit karla í meira en 80 ár. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla, á morgun: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24)Fjórðungsúrslit kvenna, á morgun: Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)Undanúrslit karla: Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsinsUndanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsins Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. Federer og Nadal munu nú mætast í undanúrslitum á mótinu en ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa. Er það í fyrsta sinn síðan 2005 sem þeir tveir mætast í undanúrslitum á stórmóti en þeir hafa margsinnis mæst í sjálfum úrslitunum. Federer hafði betur gegn Argentínumanninum Juan Martin del Potro í þremur settum en þetta var hans þúsundasta viðureign á ferlinum. Sá svissneski hafði mikla yfirburði í leiknum og sá Del Potro aldrei til sólar. Berdych barðist hetjulegaNadal lenti í meiri vandræðum með sinn andstæðing, Tomas Berdych frá Tékklandi. Berdych var raðað inn sem sjöunda sterkasta keppanda mótsins og barðist hetjulega gegn Nadal, sem hefur verið að ná sínu besta fram á ný eftir að hafa verið í basli vegna meiðsla. Berdych gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, og var svo ótrúlega nálægt því að vinna annað setti líka þar sem upphækkun þurfti einnig til. En Nadal sýndi úr hverju hann er gerður og náði að jafna metin. Tékkinn öflugi neitaði þó að játa sig sigraðan og vann fyrstu tvær loturnar í þriðja settinu. En þá sagði Nadal stopp, vann næstu fjórar lotur og settið 6-4. Nadal kláraði svo leikinn með því að vinna fjórða settið einnig 6-3 en Berdych var þó aldrei langt undan. Samtals tók viðureignin rúmar fjórar klukkustundir sem sýnir hversu jöfn hún var. Það var viðeigandi að Nadal kláraði leikinn með því að vinna síðustu lotuna 40-0, þrátt fyrir að Berdych hafði átt uppgjöfina. Nadal mátti hafa miklu meira fyrir sínum sigri en Federer í dag og óljóst er hvort að Nadal verði þreyttari í viðureign þeirra í undanúrslitum. Federer hefur verið nálægt sínu allra besta á mótinu og ljóst að hann ætlar sér titilinn og ekkert annað. Wozniacki bíður ennHin danska Caroline Wozniacki hefur verið samtals í 67 vikur í efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa aldrei unnið stórmót í tennis. Það er einnig ljóst að hún mun nú missa toppsæti heimslistans, í bili að minnsta kosti. Wozniacki tapaði fyrir Kim Clijsters frá Belgíu sem á titil að verja í Melbourne. Hún hafði betur í tveimur settum, 6-3 og 7-6, og mætir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum. Azarenka hafði betur gegn Agnieszku Radwönsku frá Póllandi, 6-7, 6-0 og 6-2. Fjórungsúrslitin klárast á morgunKeppni heldur áfram klukkan eitt eftir miðnætti í nótt og lýkur svo um hádegisbilið á morgun. Þá fara fram síðari viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum og mikil spenna í loftinu. Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, mætir þá Spánverjanum David Ferrer sem var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins. Bretinn Andy Murray mun kljást við Japanann Kei Nishikori sem hefur komið mörgum á óvart í Ástralíu enda fyrsti keppandi sinnar þjóðar sem kemst áfram í fjórðungsúrslit karla í meira en 80 ár. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla, á morgun: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24)Fjórðungsúrslit kvenna, á morgun: Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)Undanúrslit karla: Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsinsUndanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsins
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti